Monday, October 22, 2007

Helgarferð með Vídó fjölskyldunni og fl.

Þarna eru þeir vinirnir Stefán Bjartur og Ómar Smári að skála í appelsínusafa eftir langan vinnudag. Þá er nú gott að geta slakað á aðeins í pottinum.

Fjölskylduvinirnir Siggi Vídó, Berglind, Ómar Smári og Ari buðu okkur í bústað á dögunum. Það var gjörsamlega yndislegt, svo yndislegt að við nenntum ekki heim fyrren á mánudaginn.

Við sumarbústaðahverfið þar sem við vorum var örlítið fell. Við klifum það og höfðum gaman að því, enda útsýnið yndislegt þegar uppá toppinn var komið. Þarna er vatn og um það snýst getraun dagsins, hvað heitir þetta vatn?

Þau eru sæt systkinin. Fríða og dýrið...nei, djók.

Fríða Katrín fékk Múmínsnáða þegar pabbi kom frá Finnlandi og Eistlandi. Þau eru rosa góð saman. Lengst til hægri er Bangsímon að lyfta bláum kodda.

Friday, October 5, 2007

Nýustu Tölur




Núna þegar Fríða Katrín er orðin fjöggra mánaða er hún 6765gr 0g 65,5cm og er byrjuð að lesa í hljóði.

Tuesday, October 2, 2007

Bros-syrpa

Það þarf ekki mikið til að fá Fríðu til að brosa þessa dagana. Eitt "hæ" eða smá klapp getur verið rosalega fyndið.

Þarna er Fríða að sörfa á netinu með pabba sínum. Merkilegt hvað krakkar nú til dags eru fljótir að læra á tæki og tól.

Stefán Bjartur bauð Fríðu systur sinni á tónleika inní herbergi hjá sér á dögunum. Hljómsveitin Reykjavík! var að spila í beinni útsendingu á Rás 2. Þau höfðu mjög gaman af.

Á kvöldin finnst Fríðu langbest að slaka á í sófanum og horfa á skemmtiefni í sjónvarpinu. Mér sýnist hún vera að horfa á Spaugstofuna.