Saturday, May 31, 2008

Stefán útskrifaðist af leikskólanum Sólhlíð í síðustu viku. Var haldin athöfn þar krakkarnir sungu nokkur lög, fengu hatt og viðurkenningu svo var veisla á eftir. Batterýin í myndavélinni kláruðust en sem betur fer var Frænka með fínu vélina sína og tók myndir sem koma seinna. Hér er verið að syngja lagið Efemía.


hér eru þau að syngja lagið eldurinn logar með tilheyrandi handahreyfingum.


Fríða hélt upp á 1. árs afmælið sitt og bauð nokkrum vinum í kaffi.


Hún var í vorða fínum kjól sem hún fékk lánaðan hjá Jöhönnu frænku sinni.


Þennan flotta smekk fékk hún frá frænkum sínum á Ísafirði þeim Hrefnu og nýfæddri Guðsteinu eða Jóhönnu Bryndísi (djók).




Eftir erfiðan dag, allan baksturinn og gestaganginn varð Fríða svo þreytt að hún sofnaði fram á göngugrindina.


Sunday, May 18, 2008

Vorið kom, og hlaupabólan og fjarstýrður bíll!

Blessuð börnin reyna sitt besta að sýna bros þegar einhver mundar myndavél. Þarna er Fríða að sýna viðleitni þrátt fyrir hlaupabólu og slappleika. Svo veifar hún líka til lesenda þessarar síðu!

Við fengum á dögunum heimsókn frá Barcelona, þau mæðgin Rita Svanhild (þ.e. Hildur) og Aaron Ingi komu heim til Íslands í nokkra daga. Þarna er hann Aaron að prófa hárskraut úr smiðju Bryndísar.

Þetta er ekki óalgeng sjón að sjá hana ,,frænku" með börnin í kringum sig. Þarna eru þau Stefán og Fríða í fanginu á Bryndísi og Steingerður vill vafalaust komast að líka. Þarna eru allir heima hjá Maju frænku.

Afi Haddi og amma Didda fóru til Danmerkur á dögunum. Áður en þau fóru hvíslaði Stefán því að afa sínum að hann mætti endilega athuga hvort hann sæi fjarstýrðan bíl fyrir sig. Ekki vissum við foreldrarnir af þessu en þegar amma og afi komu heim, kom þessi líka tröllvaxni kappakstursbíll upp úr töskunum. Það vantar ekki mikið uppá að Fríða komist undir stýrið.

Stefán stóri bróðir er mjög duglegur að passa uppá litlu systur. Þarna er hann að snýta henni Fríðu sinni.

Stefán var líka duglegur í eldhúsinu á dögunum, hann var aðstoðarkokkur þegar mamma hans töfraði fram dýrindis kjúklingabaunarétt. Hann var ekki alveg jafn duglegur þegar kom að því að borða matinn en hann klöngraðist í gegnum hann.

Þarna eru þau systkinin í sófanum að horfa á barnatímann. Bæði eru þau með þessa fínu hárlubba. Finnst ykkur þau lík?