Tuesday, January 13, 2009

Bryndís frænka á afmæli í dag!!


















Afmælissöngurinn (helv... blogger gat ekki öpplódað vidjóinu)

Hún Bryndís frænka (systir) á afmæli í dag og við komumst því miður ekki í afmælið. Við vorum voða leið að komast ekki en ákváðum í stað þess að vera með leiðindi að halda bara smá veislu sjálf hér í Barmahlíðinni. Skál fyrir þér, Bryndís! (Fríða fékk banana, eða balalala... eins og hún kallar það)

Veislan byrjaði með pizzum og gosi sem lagðist mjög vel í mannskapinn en síðan ætlaði allt um koll að keyra þegar ístertan var borin á borð. Stefán spurði mömmu sína reyndar af hverju kertið væri bara eitt, frænka væri ekki eins árs, þá sagði mamma hans að það væri ekki pláss fyrir svo mörg kerti á kökunni... ehhmm.
Hip hip..húrra!

Monday, January 12, 2009

Jól og áramótin fyrir vestan. Kunnum ekki að vera annars staðar.

Stefán Bjartur er mjög oft of upptekinn til þess að setjast niður og borða. Það verður allavega virkilega að grípa athygli hans og það tekst alls ekki bara með soðningunni. Hér var reynt að skreyta annars óspennandi hrökkbrauð með einum bíl og tveimur andlitum. Viti menn, hann snarhætti í kúrekaleiknum...

Þau eru nú ekki endilega sögð lík systkinin, hann er sagður líkur móður sinni og hún föður sínum. En það er nú svipur með þeim?!

Stefán kominn í jólafötin. Glæsilegur ungur maður.

Eftir að við höfðum sporðrennt jólakalkúninum þá var boðið uppá heimalagaðan ís. Fríða er rosadugleg að borða og sló öll met um jólahátíðina. Hún át alla undir borðið í skötuveislunni hjá afa Hadda til að mynda.

Þetta er felumynd, innan um pakkastóðið má finna þrjá krakka.

Það kemst lítið annað en Star wars að í kollinum hjá Stefáni þessa dagana. Hann fékk Svarthöfðabúning, geislasverð, starwarskalla og allt hvaðeina. Allavega voru jólafötin á bak og burt eftir að hann opnaði pakkana og svona mætti hann í jólaboðin.

Mæðgurnar gera sig tilbúnar í sprengingar í Hnífsdal um áramótin. Fríða mjög vel búin, í kuldagalla, gleraugu og Peltor for kids eyrnahlífar sem Elísa og co. gáfu henni í jólagjöf.

Þarna eru þau Logi geimgengill og Lilja prinsessa í stjörnustríði....eða Stefán og Hrefna Dís í áramótastuði.

Eftir kræsingar og kjötsvimann yfir hátíðir var tekinn góður göngutúr í frostinu. Það var virkilega hressandi en auðvitað var Adam ekki lengi frá paradís því Gugga amma Hrefnu Dísar og Soffíu Rúnar bauð öllum göngugörpunum í heitt súkkulaði og meððí!