Monday, January 7, 2008

Jólin og áramót í Hnífsdal og á Ísafirði.

Þarna er verið að búa til jólakortið í ár. Bryndís prófaði hinu ýmsu fídusa á flottu myndavélinni og þarna er vélin stillt á jól...!

Við fórum að sjálfsögðu vestur um hátíðir og þarna erum við komin í Hnífsdal til Kaju og Smára á aðfangadagskvöld.

Pakkaflóðið var ægilegt og þarna fær Fríða hjálp frá afa sínum að opna nokkra þeirra.


Þarna er Stefán að rífa utan af stóra pakkanum frá foreldrum sínum, hann innihélt Playmobil sjóræningjaskip, eitthvað sem hann var búinn að dreyma um lengi. Þegar pakkastæðurnar í Hnífsdal lágu í valnum var gerð önnur atlaga inní Kjarrholti en þar beið annað eins.


Á gamlárskveldi borðuðum við í Kjarrholtinu og fórum við feðgar á brennuna á Hauganesi. Það var voða gaman, mikið af fólki og einnig var glæsileg flugeldasýning. Allt fór þetta fram í logni og blíðu en þegar líða tók á miðnætti fór að hvessa allhressilega.

Þegar við komum heim í Barmahlíðina hófust smíðar á sjóræningjadallinum. Það tók hátt á þriðja tíma að koma skipinu saman en ekki einn og hálfan líkt og stóð á kassanum.