Stefán útskrifaðist af leikskólanum Sólhlíð í síðustu viku. Var haldin athöfn þar krakkarnir sungu nokkur lög, fengu hatt og viðurkenningu svo var veisla á eftir. Batterýin í myndavélinni kláruðust en sem betur fer var Frænka með fínu vélina sína og tók myndir sem koma seinna. Hér er verið að syngja lagið Efemía.
hér eru þau að syngja lagið eldurinn logar með tilheyrandi handahreyfingum.
Fríða hélt upp á 1. árs afmælið sitt og bauð nokkrum vinum í kaffi.

Hún var í vorða fínum kjól sem hún fékk lánaðan hjá Jöhönnu frænku sinni.
Þennan flotta smekk fékk hún frá frænkum sínum á Ísafirði þeim Hrefnu og nýfæddri Guðsteinu eða Jóhönnu Bryndísi (djók).

Eftir erfiðan dag, allan baksturinn og gestaganginn varð Fríða svo þreytt að hún sofnaði fram á göngugrindina.