Friday, April 30, 2010

Gleðilegt sumar!

Við óskum öllum sem lesa þetta mikilar gleði og hamingju í sumar. Við ætlum að vera eldhress og gera fullt af skemmtilegum hlutum með fjölskyldunni, ömmum og öfum, vinum, frændum og frænkum!

Fríða Katrín náði því miður ekki að hitta afa Hadda á dögunum þegar hann átti leið suður. Stefán var hinsvegar heppnari því að þeir hittust fyrir tilviljun á strætóstoppistöð. Fríða fékk hinsvegar óvæntan glaðning frá afa sínum, hún var óskaplega ánægð þó hún vissi ekkert hvað þetta "bréfsnifsi" væri. Hún var ánægð með að þetta væri alveg eins á litinn og bolurinn hennar!

Fríða hamast alltaf mjög mikið, það er varla að hún labbi um, frekar hleypur hún eða hoppar. Hún er semsagt rosalegur fjörkálfur. Henni er þessvegna oft svakalega heitt í hamsi og tekur oft smá stund að gíra hana niður til að fara að sofa.

Þessa dagana lesum við mikið um Snuðru og Tuðru, þær eru í miklu uppáhaldi hjá Fríðu. Sækjast sér um líkir?! Þarna er Fríða að hlusta á með mikilli athygli.

Á sumardaginn fyrsta fórum við öll fjölskyldan á Miklatún þar sem boðið var uppá smá dagskrá og hoppikastala fyrir börnin.

Fríða hoppar að jafnaði mjög mikið á jafnsléttu, eins og t.d. bara heima hjá sér, og þið getið ímyndað ykkur í hversu miklu stuði hún var fyrir þetta. Það var afar erfitt að fá hana úr kastalanum.

Í dag fékk Fríða örlitla andlitsmálningu á leikskólanum, hún fékk svokallað krummanef. Hún var semsagt með svartan nebba og var afar stolt af honum. Svo stolt að hún var alltaf að benda á hann og grufla í honum. Svo kom að hann hvarf og Fríða var mjög sorgmædd. Hún fékkst til að fara að sofa þegar henni var lofað öðru krummanefi í fyrramálið. Við tökum þá fram skósvertuna.

(Þetta eru allt símamyndir, hin myndavélin varð batterílaus þegar taka átti myndirnar úr henni. Það eru því væntanlegar nýjar myndir aftur úr myndavélinni, m.a. frá dansnámskeiðinu hans Stefáns þar sem hann dansaði Michael Jackson dansa.)


Wednesday, February 10, 2010

Brosandi í byrjun árs!

Hér eru þau systkinin að stilla sér upp með sparibrosið. Fallegi rauði liturinn á hári Fríðu endurkastast á hár Stefáns.

Arnór Elís kom í heimsókn eina helgina og gisti hjá Stefáni, þeir skemmtu sér mjög vel saman. Þarna eru þeir frændurnir að stilla sér upp líkt og á handboltaleik, þetta var í miðju "EM í handbolta" fári, og það er engu líkara en að Stefán sé að syngja þjóðsönginn. Arnór er í Haukabúning og Stefán í Valsbúningi. Enda mikil frændsemi á milli þessara liða!

Strákurinn með skeggið hann heitir Stebbi.

Fríða Katrín er orðin rosalega dugleg á koppnum og er hætt með bleiuna. Koppurinn er selur sem ávallt er kallaður "kisa".

Síðasta laugardag, 06. febrúar fórum við í hjólreiðatúr um Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Það var algert sumarveður og æðislega gaman að hjóla.

Þarna erum við komin á ylströndina í Nauthólsvík. Þar var enginn nema við.

Fríða var æpandi kát með þetta allt saman. Hlaupa í sandinum, kasta steinum í sjóinn og allt hvaðeina.

Stefán er farinn að æfa handbolta með 6. flokki Vals. Handboltahetjan Ágústa Edda þjálfar. Þarna er Stefán u.þ.b. að fara að bíta í verðlaunapeninginn en hann keppti á móti í Kópavogi um helgina og það gekk mjög vel.

Greyið Fríða litla neyðist til að erfa fullt af strákafötum af Stefáni bróður sínum. Þarna er hún á leiðinni á leikskólann í kunnuglegri stellingu, einhvers staðar er til svipuð mynd af Stefáni...

Já, það er þessi frábæra mynd af drengnum á Valseyri. Æti hann sé ekki á svipuðum aldri og Fríða núna.

Saturday, October 17, 2009

Fríða og pakkinn!

Fríða var heppin í vikunni því að hún fékk sendingu frá ömmu Diddu. Pakkann sótti pabbi hennar og opnaði af eintómri forvitni í vinnunni. Það var til þess að allar konurnar í Pennanum ópuðu yfir sig af hrifningu innihalds pakkans.

Fríða fékk glæsilegan kjól, eyrnaskjól og legghlífar sem amma Didda hafði prjónað svo frábærlega.

Fríða var afskaplega glöð með þessi glæsilegu föt og vildi ekki fara úr þeim.

Fríða og Steingerður frænka hennar á Egilsstöðum töluðu saman í símann í dag og mátti heyra að þær voru báðar í skýjunum með fötin. Steingerður var nefnilega jafnheppin!

Fríða horfði á barnatímann í kjölfarið af mátuninni og gleymdi sér algerlega. Það varð til þess að hún var kófsveitt af hita eftir að hafa horft á Bangsímon.
Það var skemmtileg tilviljun að hún Fríða skuli hafa verið að máta þessi fínu föt frá ömmu sinni á afmælisdegi langömmu sinnar og nöfnu; ömmu Fríðu.

Tuesday, October 13, 2009

Endurkoma barnanna í Barmahlíð!

Fjölskyldan fór öll saman í haustlitaferð á dögunum upp í Borgarfjörð. Hér er Stefán að virða fyrir sér fallegu haustlitina og hryllilegt umhverfi við Hraunfossa.

Að Húsafelli býr listamaðurinn Páll Guðmundsson og hefur hann sett mark sitt á hverja steinvölu í nágrenninu. Frábær listaverk að mati okkar Stefáns.

Hér er hún Fríða litla lipurtá í græna gíraffagallanum.

Fríða Katrín er mjög samvizkusöm í heimalærdómnum. Þegar Stefán Bjartur er að læra þá mætir hún strax á svæðið og klárar sín dæmi líka.

Þegar búið er að læra heima þá er kósístund fyrir framan imbakassann. Töluvert stór prósenta af teiknimyndum í sjónvarpinu innihalda svín í aðalhlutverki...athyglisverð staðreynd?!

Stefán Bjartur er svakalegur gæi. Hann er sjö ára, ekkert barn lengur!

...en auðvitað ljúfur sem lamb. Oftast.

Þarna eru þær mæðgur að spjalla saman við borðstofuborðið.

Stefán á troðfulla körfu af búningum í herberginu og má alltaf búast við einhverjum nýjum karakterum í heimsókn á hverri stundu.

Hún er nú voða sæt og saklaus, hún Fríða. Greyið stelpan þarf nú að þola það að labba um í gömlum strákafötum af Stefáni. Myndirnar hér að ofan sýna þá glettilegu staðreynd. Þetta eru allt gömul föt af Stefáni.

Sunday, February 8, 2009

Fjölskyldulífið í Hlíðunum.

Stefán Bjartur byrjaði að æfa knattspyrnu með Val síðasta haust en var fljótlega boðið uppá samning við Barcelona...nei, grín! Stefáni finnst gaman í fótbolta en var ekki að finna sig með Völsurum. Hann fékk því að fara í karate hjá Þórshamri núna í janúar og finnst það voða gaman. Set inn karate-myndir næst.

Fríðu finnst dótið hans Stefáns mjög spennandi en þarna er hún komin á hálan ís. Hún er komin með geislasverð Svarthöfða í hendurnar og laumast hér með það í burtu. Það kann ekki góðri lukku að stýra...

Við strákarnir að tjilla. Erum líklegast að horfa þarna á "skemmtilega" fjölskyldumynd á föstudagskveldi, líklegast um talandi hund eða krakka sem flytja í nýjan bæ.

Fríða biður oft og iðulega um "ballala". Sem er banani. Auðvitað fær þessi litla krútta allt sem hún biður um og þarna er hún að gæða sér á einum ballala...!

Eftir að Stefán hafði verið duglegur í skólanum fékk hann að launum bíóferð. Hann fór með mömmu sinni á myndina Bolt. Hún fjallar um talandi hund (..jebb) og var myndin í þrívídd. Þess vegna fengu mæðginin svona kúl gleraugu.

"...ertu að tala við mig?!" Fríða Katrín er mikill töffari og lætur engan vaða yfir sig.

Þarna hefur Svarthöfði endurheimt sverðið sitt og er mjög ógnandi. Svona leit hann Stefán út þegar ég labbaði með hann í skólann á fimmtudaginn síðasta. Þá var klappveisla hjá bekknum og allir áttu að mæta í búningum.

Tuesday, January 13, 2009

Bryndís frænka á afmæli í dag!!


















Afmælissöngurinn (helv... blogger gat ekki öpplódað vidjóinu)

Hún Bryndís frænka (systir) á afmæli í dag og við komumst því miður ekki í afmælið. Við vorum voða leið að komast ekki en ákváðum í stað þess að vera með leiðindi að halda bara smá veislu sjálf hér í Barmahlíðinni. Skál fyrir þér, Bryndís! (Fríða fékk banana, eða balalala... eins og hún kallar það)

Veislan byrjaði með pizzum og gosi sem lagðist mjög vel í mannskapinn en síðan ætlaði allt um koll að keyra þegar ístertan var borin á borð. Stefán spurði mömmu sína reyndar af hverju kertið væri bara eitt, frænka væri ekki eins árs, þá sagði mamma hans að það væri ekki pláss fyrir svo mörg kerti á kökunni... ehhmm.
Hip hip..húrra!

Monday, January 12, 2009

Jól og áramótin fyrir vestan. Kunnum ekki að vera annars staðar.

Stefán Bjartur er mjög oft of upptekinn til þess að setjast niður og borða. Það verður allavega virkilega að grípa athygli hans og það tekst alls ekki bara með soðningunni. Hér var reynt að skreyta annars óspennandi hrökkbrauð með einum bíl og tveimur andlitum. Viti menn, hann snarhætti í kúrekaleiknum...

Þau eru nú ekki endilega sögð lík systkinin, hann er sagður líkur móður sinni og hún föður sínum. En það er nú svipur með þeim?!

Stefán kominn í jólafötin. Glæsilegur ungur maður.

Eftir að við höfðum sporðrennt jólakalkúninum þá var boðið uppá heimalagaðan ís. Fríða er rosadugleg að borða og sló öll met um jólahátíðina. Hún át alla undir borðið í skötuveislunni hjá afa Hadda til að mynda.

Þetta er felumynd, innan um pakkastóðið má finna þrjá krakka.

Það kemst lítið annað en Star wars að í kollinum hjá Stefáni þessa dagana. Hann fékk Svarthöfðabúning, geislasverð, starwarskalla og allt hvaðeina. Allavega voru jólafötin á bak og burt eftir að hann opnaði pakkana og svona mætti hann í jólaboðin.

Mæðgurnar gera sig tilbúnar í sprengingar í Hnífsdal um áramótin. Fríða mjög vel búin, í kuldagalla, gleraugu og Peltor for kids eyrnahlífar sem Elísa og co. gáfu henni í jólagjöf.

Þarna eru þau Logi geimgengill og Lilja prinsessa í stjörnustríði....eða Stefán og Hrefna Dís í áramótastuði.

Eftir kræsingar og kjötsvimann yfir hátíðir var tekinn góður göngutúr í frostinu. Það var virkilega hressandi en auðvitað var Adam ekki lengi frá paradís því Gugga amma Hrefnu Dísar og Soffíu Rúnar bauð öllum göngugörpunum í heitt súkkulaði og meððí!