Friday, April 30, 2010

Gleðilegt sumar!

Við óskum öllum sem lesa þetta mikilar gleði og hamingju í sumar. Við ætlum að vera eldhress og gera fullt af skemmtilegum hlutum með fjölskyldunni, ömmum og öfum, vinum, frændum og frænkum!

Fríða Katrín náði því miður ekki að hitta afa Hadda á dögunum þegar hann átti leið suður. Stefán var hinsvegar heppnari því að þeir hittust fyrir tilviljun á strætóstoppistöð. Fríða fékk hinsvegar óvæntan glaðning frá afa sínum, hún var óskaplega ánægð þó hún vissi ekkert hvað þetta "bréfsnifsi" væri. Hún var ánægð með að þetta væri alveg eins á litinn og bolurinn hennar!

Fríða hamast alltaf mjög mikið, það er varla að hún labbi um, frekar hleypur hún eða hoppar. Hún er semsagt rosalegur fjörkálfur. Henni er þessvegna oft svakalega heitt í hamsi og tekur oft smá stund að gíra hana niður til að fara að sofa.

Þessa dagana lesum við mikið um Snuðru og Tuðru, þær eru í miklu uppáhaldi hjá Fríðu. Sækjast sér um líkir?! Þarna er Fríða að hlusta á með mikilli athygli.

Á sumardaginn fyrsta fórum við öll fjölskyldan á Miklatún þar sem boðið var uppá smá dagskrá og hoppikastala fyrir börnin.

Fríða hoppar að jafnaði mjög mikið á jafnsléttu, eins og t.d. bara heima hjá sér, og þið getið ímyndað ykkur í hversu miklu stuði hún var fyrir þetta. Það var afar erfitt að fá hana úr kastalanum.

Í dag fékk Fríða örlitla andlitsmálningu á leikskólanum, hún fékk svokallað krummanef. Hún var semsagt með svartan nebba og var afar stolt af honum. Svo stolt að hún var alltaf að benda á hann og grufla í honum. Svo kom að hann hvarf og Fríða var mjög sorgmædd. Hún fékkst til að fara að sofa þegar henni var lofað öðru krummanefi í fyrramálið. Við tökum þá fram skósvertuna.

(Þetta eru allt símamyndir, hin myndavélin varð batterílaus þegar taka átti myndirnar úr henni. Það eru því væntanlegar nýjar myndir aftur úr myndavélinni, m.a. frá dansnámskeiðinu hans Stefáns þar sem hann dansaði Michael Jackson dansa.)


2 comments:

krakkatrio.blogspot.com said...

skemmtilegar myndir af gullmolunum. knús elskurnar mínar, hlakka SVO til að sjá ykkur alveg bráðum ;o***

Anonymous said...

Gaman að sjá þau, þó svo að Fríða sé nýfarin frá okkur og ég alveg að fara koma suður :O)Elísa