Þarna er hún Steingerður okkar sem er alltaf skælbrosandi. Fyrsta tönnin kom í ljós í síðustu viku, í bíl á leið til Akureyrar.

Ég labbaði með börnin tvö út á Miklatún um helgina, þar var troðið af fólki í sólbaði, við hverskonar íþróttaiðkun og kaffisötr. Við SBK spiluðum fótbolta og litla svaf á meðan.

Sú stutta er mjög dugleg að borða og vex og dafnar eftir því. Hún hefur verið að æfa sig svolítið síðustu daga með snuð, það gengur ágætlega.