Þarna er hún Steingerður okkar sem er alltaf skælbrosandi. Fyrsta tönnin kom í ljós í síðustu viku, í bíl á leið til Akureyrar.

Ég labbaði með börnin tvö út á Miklatún um helgina, þar var troðið af fólki í sólbaði, við hverskonar íþróttaiðkun og kaffisötr. Við SBK spiluðum fótbolta og litla svaf á meðan.

Sú stutta er mjög dugleg að borða og vex og dafnar eftir því. Hún hefur verið að æfa sig svolítið síðustu daga með snuð, það gengur ágætlega.
2 comments:
Sjá þessar snúllur.. og töffara. Ég ætla að nota þessa síðu til að koma skilaboðum áleiðis til bloggara krakkatríó-síðunnar... þar vantar líka að breyta commenta kerfinu svo hægt sé að kvitta fyrir komu sína!!
Kv Árný Rós
elsku Fríða Katrín til hamingju með fallega nafnið þitt . ég frétti að stóri bróðir hafi verið svo duglegur að segja prestinum og öllum við athöfnina hvað þú ættir að heita, það er sko ekkert slor að eiga svona bróðir eins og hann Stefán ;o) Til hamingju öll okkur þótti öllum leitt að hafa ekki getað verið á staðnum. kossar og knús til S.B.K frá frænku og til Guðdóttur minnar frá frænku líka og öllu hennar fólki :o*
Post a Comment