Thursday, October 23, 2008

Haustið er komið og börnin glöð og hress!

Haustið er komið og börnin mætt í skólann. Stefán er voða ánægður í Hlíðaskóla og honum gengur voða vel. Á þessari mynd getur hann vart hamið hláturinn eftir að ég bað hann að vera alvarlegan á mynd. Takið eftir húðflúrinu!

Stefán er duglegur að læra og ekki er það ónýtt að hafa móður sína sem kennara. Stefán er byrjaður að lesa og er þarna að skreyta lestrarbókina sína.

Þau eru mjög miklir fjörkálfar og finnst voða gaman að leika sér í hjónarúminu.

Þarna er hún Fríða aðeins að róast í rúminu og brosir sínu blíðasta. Það er ekki laust við að hún líkist henni Kaju frænku sinni. Ekki leiðum að líkjast.

Fríða er byrjuð á leikskólanum Sólhlíð, þar sem Stefán var. Henni gekk rosalega vel í aðlöguninni, það var ekkert mál að skilja hana eftir hjá krökkunum. Þarna er hún hinsvegar heima hjá sér að skutla honum Bangsímon úr stofunni yfir í herbergi.

3 comments:

Anonymous said...

Ji hvað þið hafið breyst bæði tvö síðan bara í ágúst, vildi óska að ég væri að fara hitta ykkur helst í gær ;O)

krakkatrio.blogspot.com said...
This comment has been removed by the author.
Anonymous said...

Alltaf jafn flott! JD var að rifja upp stundirnar í Dufansdal í sumar og talaði þá um Stefán Bjart vin sinn og stóru systur hans!? En hann hélt að Birna væri stóra systir hans;) En svo fattaði hann að hinn karlinn væri pabbi Júlíu:)