Tuesday, July 3, 2007

Sumar og sól

" Den lille havfrue?!" Nei, þetta er ekki litla hafmeyjan, þetta er Stefán á leynistað í Mosfellssveit. Helgufoss í baksýn. Við Stefán fórum í ævintýraferð með Gunnari og Dagbjarti á sunnudaginn og skemmtum okkur mjög vel í sólinni.

Eftir að hafa vaðið í ánni við Helgufoss fórum við í sjoppu og fengum okkur pylsu og svala. Eftir það héldum við á ströndina á Ægissíðu og svo í sund á Seltjarnarnesi.

Þarna er hún Steingerður okkar sem er alltaf skælbrosandi. Fyrsta tönnin kom í ljós í síðustu viku, í bíl á leið til Akureyrar.

Ég labbaði með börnin tvö út á Miklatún um helgina, þar var troðið af fólki í sólbaði, við hverskonar íþróttaiðkun og kaffisötr. Við SBK spiluðum fótbolta og litla svaf á meðan.

Sú stutta er mjög dugleg að borða og vex og dafnar eftir því. Hún hefur verið að æfa sig svolítið síðustu daga með snuð, það gengur ágætlega.