Friday, September 21, 2007

Stefán Bjartur 5 ára

Stefán Bjartur varð 5 ára 28. ágúst síðastliðinn þessi mynd er ekki tekin þá heldur þegar hann var viku gamall.


Haldinn var mikil veisla


Fríða Katrín lítla systir var svo elskuleg að gefa stóra bróður pakka í tilefni dagsins


Stefán fékk margar gjafir þar á meðal var þessi ,,húfuderhúfa"



Í boði var meðal annars slöngukaka og sjóræningjaávextir


það er nú alveg greinilegt að mamma hans Stefáns kann að útbúa veitingar!!

Tuesday, September 4, 2007

Fríða og allir hinir gríslingarnir

Þarna eru vinkonurnar Elísabet Lára og Fríða Katrín að spjalla. Elísabet er dóttir Bjarnveigar og Gunna og hún er aðeins 12 klst. eldri en Fríða.

Fríða er rosa hress alltaf og brosmild.

Þarna eru svo systkinin, þau eru voða góðir vinir.

Stefán Bjartur er voða mikill rokkari, hvað sem það nú þýðir. Þarna er engu líkara en hann sé að spila rokk með hljómsveitinni Ramones en hann er líklegast að spila og syngja með Pollapönki. Það er aldeilis frábær músik.

Þarna er Fríða með Steingerði frænku sinni. Þær eiga eftir að bralla mikið saman í nánustu framtíð. Þessi prakkaralegu bros nást þarna á mynd í fyrsta sinn en án efa ekki í það síðasta.

Þarna eru þær frænkurnar Fríða og Baldvina búnar að stofna hljómsveit. Eins og þið sjáið hefur Fríða ákveðið að spila á gítarinn og Baldvina að syngja. Flottir hljómsveitarbúningarnir!