Thursday, December 13, 2007

Jólaundirbúningur og fleira.

Þarna er Fríða í essinu sínu. Hún er með besta vin sinn, flóðhestinn. Það er alveg sama hvort Fríða sé svaka pirruð, hágrátandi, sársvöng eða dauðsyfjuð, þegar flóðhesturinn mætir á svæðið þá fríkar hún út, verður svakalega æst og skælbrosandi.

Þarna er Stefán að sýna okkur hvernig maður ber sig að þegar maður fer í kirkju. Maður hallar augnlokunum og er alveg kyrr. Þetta varð það fyrsta sem hann nefndi þegar hann mátaði jólafötin.

Þær eru rosa sætar mæðgurnar, össs.....

..og feðginin vússss....!

Þarna er hún Steingerður jólaálfur, við fórum öll saman á jólaball á dögunum. Það var gaman. Það er engu líkara en hún Stengerður sé að bjóða öðrum að prófa húfuna, enda var það raunin. það fengu allir að prófa.

Þarna er Stefán að kynna sér úrvalið á jólagjöfum í leikfangaverslununum. Hann er mjög spenntur og hefur tileinkað sér þessi blöð sem komið hafa innum lúguna, hann segir þetta vera póst til sín.

Loks er hér myndin af Stefáni sem birtist í borðalmanaki Glitnis fyrir árið 2008. Stefán er herra September og fer þarna með mikla speki: "í gamla daga var bara til gamalt fólk, tröll og risaeðlur. Það er rosa langt síðan."