Monday, March 31, 2008

Alveg dýrðlegir páskar.

Stefán Bjartur kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að töffaraskap. Það er engu líkara en hann haldi að hann sé í hljómsveitinni Oasis...

Fríða er þarna í himnasælu með Sæmundi í eldhúsinu hjá ömmu og afa í Kjarrholtinu. Hver var annars aftur sagan af matarkexinu og Sæmundi...?

Stefán með mömmu sinni á skíðasvæðinu í Tungudal á föstudaginn langa. Þau voru m.a. að fylgjast með pabba að spila með Dr.Gunna og félögum en þau skemmtu krökkunum á skíðasvæðinu með lögunum úr Abbababb.

Þarna er hljómsveitin komin á svið daginn eftir á Aldrei fór ég suður. Ég, Gunni, Heiða og Elvar mynduðum þarna hljómsveitina Unun og fengum við Óttarr Proppé í eitt lag. Stefán Bjartur stóð stjarfur af hrifningu út í sal.

Norðlendingurinn Sigrún María kom í heimsókn og eru þær Fríða þarna að ræða málin.

Fríða státar einu af hina vinsæla hárskrauti mömmu sinnar en Bryndís hefur búið til aragrúa af svaka flottu hárskrauti síðustu misseri og selt mikið af. Engin furða ef hún fær svona fyrirsætur...! (þið getið kommentað hér fyrir neðan ef þið viljið forvitnast um hárskrautin)

Jóhanna með krakkana sína, Stefán og Hrefnu Dís út í garði. Þau virðast hafa dottið í holu.

Stefán er misduglegur við heimilisstörfin en það verður ekki tekið af honum að hann er mjög duglegur að taka til í dósa- og flöskusöfnuninni. Það er auðséð af hverjum hann hefur lært tæknina, jú honum Georgi Bjarnfreðarsyni.