Thursday, December 13, 2007

Jólaundirbúningur og fleira.

Þarna er Fríða í essinu sínu. Hún er með besta vin sinn, flóðhestinn. Það er alveg sama hvort Fríða sé svaka pirruð, hágrátandi, sársvöng eða dauðsyfjuð, þegar flóðhesturinn mætir á svæðið þá fríkar hún út, verður svakalega æst og skælbrosandi.

Þarna er Stefán að sýna okkur hvernig maður ber sig að þegar maður fer í kirkju. Maður hallar augnlokunum og er alveg kyrr. Þetta varð það fyrsta sem hann nefndi þegar hann mátaði jólafötin.

Þær eru rosa sætar mæðgurnar, össs.....

..og feðginin vússss....!

Þarna er hún Steingerður jólaálfur, við fórum öll saman á jólaball á dögunum. Það var gaman. Það er engu líkara en hún Stengerður sé að bjóða öðrum að prófa húfuna, enda var það raunin. það fengu allir að prófa.

Þarna er Stefán að kynna sér úrvalið á jólagjöfum í leikfangaverslununum. Hann er mjög spenntur og hefur tileinkað sér þessi blöð sem komið hafa innum lúguna, hann segir þetta vera póst til sín.

Loks er hér myndin af Stefáni sem birtist í borðalmanaki Glitnis fyrir árið 2008. Stefán er herra September og fer þarna með mikla speki: "í gamla daga var bara til gamalt fólk, tröll og risaeðlur. Það er rosa langt síðan."

Thursday, November 15, 2007

Krakkarnir í Hlíðunum

Þarna er Stefbjartur í essinu sínu. Þarna er hann með Latabæjarbuffið sitt um hálsinn og töffaralegu húfuna sína. Sú húfa kallast "húfuderhúfa".

Fjölskyldan fór vestur undir lok októbermánaðar. Það voru ansi ljúfir dagar. Þarna er Fríða með rassgat í bala í Kjarrholtinu.

..og hún Hrefna Dís stóra krúttfrænkan fylgdist með.

Vinir okkar Árný, Súni, Jón Darri og Brynhildur Laila buðu okkur í mat. Þarna eru vinkonurnar þær Fríða (fædd 31. maí) og Brynhildur (sem er fædd 22. júní) að spjalla saman.

Bárður Bjarki, sem er nýfluttur í Árbæinn, kom í heimsókn í Hlíðarnar. Hann er þarna með sérsaumaða Reykjavíkur! húfu sem Bryndís hannaði.

Þau eru nú voðalega góð saman systkinin. Fríðu finnst Stefán rosalega fyndinn...en hverjum finnst það svo sem ekki, hann með þennan ægilega lubba. Stefán var kominn með svo mikið hár að afi Haddi spurði af hverju hann væri eins og stelpa. Þá drifum við okkur með hann til Stjúra á Gel.

Nú sér hann loksins út og lítur út eins og herramaður. Stefán er reyndar ekki orðinn lögreglumaður þó hann sé þarna í búningnum, en hver veit?! Það er allavega mannekla í embættinu fyrir vestan.

Þessi mynd var tekin rétt í þessu en Fríða fékk rólu að láni frá Elísu og Palla. Þar er hún búin að skellihlæja síðasta hálftímann.

Monday, October 22, 2007

Helgarferð með Vídó fjölskyldunni og fl.

Þarna eru þeir vinirnir Stefán Bjartur og Ómar Smári að skála í appelsínusafa eftir langan vinnudag. Þá er nú gott að geta slakað á aðeins í pottinum.

Fjölskylduvinirnir Siggi Vídó, Berglind, Ómar Smári og Ari buðu okkur í bústað á dögunum. Það var gjörsamlega yndislegt, svo yndislegt að við nenntum ekki heim fyrren á mánudaginn.

Við sumarbústaðahverfið þar sem við vorum var örlítið fell. Við klifum það og höfðum gaman að því, enda útsýnið yndislegt þegar uppá toppinn var komið. Þarna er vatn og um það snýst getraun dagsins, hvað heitir þetta vatn?

Þau eru sæt systkinin. Fríða og dýrið...nei, djók.

Fríða Katrín fékk Múmínsnáða þegar pabbi kom frá Finnlandi og Eistlandi. Þau eru rosa góð saman. Lengst til hægri er Bangsímon að lyfta bláum kodda.

Friday, October 5, 2007

Nýustu Tölur
Núna þegar Fríða Katrín er orðin fjöggra mánaða er hún 6765gr 0g 65,5cm og er byrjuð að lesa í hljóði.

Tuesday, October 2, 2007

Bros-syrpa

Það þarf ekki mikið til að fá Fríðu til að brosa þessa dagana. Eitt "hæ" eða smá klapp getur verið rosalega fyndið.

Þarna er Fríða að sörfa á netinu með pabba sínum. Merkilegt hvað krakkar nú til dags eru fljótir að læra á tæki og tól.

Stefán Bjartur bauð Fríðu systur sinni á tónleika inní herbergi hjá sér á dögunum. Hljómsveitin Reykjavík! var að spila í beinni útsendingu á Rás 2. Þau höfðu mjög gaman af.

Á kvöldin finnst Fríðu langbest að slaka á í sófanum og horfa á skemmtiefni í sjónvarpinu. Mér sýnist hún vera að horfa á Spaugstofuna.

Friday, September 21, 2007

Stefán Bjartur 5 ára

Stefán Bjartur varð 5 ára 28. ágúst síðastliðinn þessi mynd er ekki tekin þá heldur þegar hann var viku gamall.


Haldinn var mikil veisla


Fríða Katrín lítla systir var svo elskuleg að gefa stóra bróður pakka í tilefni dagsins


Stefán fékk margar gjafir þar á meðal var þessi ,,húfuderhúfa"Í boði var meðal annars slöngukaka og sjóræningjaávextir


það er nú alveg greinilegt að mamma hans Stefáns kann að útbúa veitingar!!

Tuesday, September 4, 2007

Fríða og allir hinir gríslingarnir

Þarna eru vinkonurnar Elísabet Lára og Fríða Katrín að spjalla. Elísabet er dóttir Bjarnveigar og Gunna og hún er aðeins 12 klst. eldri en Fríða.

Fríða er rosa hress alltaf og brosmild.

Þarna eru svo systkinin, þau eru voða góðir vinir.

Stefán Bjartur er voða mikill rokkari, hvað sem það nú þýðir. Þarna er engu líkara en hann sé að spila rokk með hljómsveitinni Ramones en hann er líklegast að spila og syngja með Pollapönki. Það er aldeilis frábær músik.

Þarna er Fríða með Steingerði frænku sinni. Þær eiga eftir að bralla mikið saman í nánustu framtíð. Þessi prakkaralegu bros nást þarna á mynd í fyrsta sinn en án efa ekki í það síðasta.

Þarna eru þær frænkurnar Fríða og Baldvina búnar að stofna hljómsveit. Eins og þið sjáið hefur Fríða ákveðið að spila á gítarinn og Baldvina að syngja. Flottir hljómsveitarbúningarnir!

Monday, August 6, 2007

Nýjar sumarmyndasyrpur

Nú eru loks komnar 3 nýjar myndasyrpur úr sumarfríinu og sú nýjasta frá skírn litlu stelpunnar okkar. Sem hafði gengið of lengi undir nafninu "No name stúlkan".
Takið eftir að nýjasta syrpan er í tímaröð niður þannig að nýjasta myndin er neðst í færslunni, allar hinar færslurnar á síðunni eru í öfugri röð. Þá er nýjasta mynd hverrar færslu efst.

Barnið skal heita Fríða Katrín

Laugardaginn 28. júlí féllu öll vötn til Dýrafjarðar því nú skyldi litla stúlkan vera skírð. Afi Haddi og amma Didda (ásamt frænkunum Maju og Kaju) eiga yndislegan bústað á Valseyri í Dýrafirði en á þeirri eyri hafa allskyns athafnir farið fram í gegnum tíðina, m.a. gengu menn þar í fóstbræðrarlag eitt sinn.

Magnús Erlingsson var fenginn til verksins (enda prestur). Hann var mjög ánægður með staðsetninguna og fannst sólstofan í Valhöll líkjast kapellu. Athöfnin var yndisleg, sungnir voru sálmar, Jóhanna móðursystir hélt á henni undir skírn, Elísa móðursystir las kafla úr Biblíunni en Elísa og Bryndís föðursystir eru guðmæður hennar nýskírðu. Loks tilkynnti Stefán Bjartur stóri bróðir hvað barnið skyldi heita; "..haa, Fríða Katrín?" Sagði hann í spurningartóni þegar pabbi hans hafði hvíslað honum nafnið.

Fríða Katrín heitir hún! Fríðunafnið fær hún frá ömmu pabba síns en hún hét María Sveinfríður (eins og Maja föðursystir) og var ávallt kölluð Fríða. Katrín er svo "út í loftið" eins og er sagt. Á myndinni er vinkona Stefáns hún Birna Júlía Sleggjudóttir.

Við vorum voða heppin því margir vinir og ættingjar voru stödd fyrir vestan þessa hásumarhelgi. Því var margt góðra gesta.

Gestir sátu bæði inni og úti enda veðurblíðan unaðsleg. Eins og hún er víst alltaf á Valseyri ef maður spyr afa Hadda..! Þarna má sjá ömmu Diddu og systkini hennar, þ.e. börn ömmu Fríðu, ásamt tengdafólki.

Veitingarnar voru ekki af verri endanum. Ekta sveitakaffi. Ömmurnar og afarnir sáu um að baka og smyrja og úr varð stórkostleg veisla.

Afi minn fór á honum Rauð eitthvað suður á... gæti Stefán hafa sungið en hann fékk smá rúnt með afa Hadda á Gamla Rauð.

Amma Didda bauð uppá konfekt með kaffinu þegar allir voru þegar útbelgdir af vöfflum og lagkökum. "Er sósa í þessum mola?" spurði Stefán. Honum finnst sósan ekki góð.

Sunday, August 5, 2007

Sældarlíf í sumarbústað

Eina leiðin til að róa mannskapinn er að kaupa ís á línuna. Þeir í Slakka vita alveg hvað þau eru að gera. Elísa, Palli, Jóhanna og Hrefna komu frá Ísafirði. Einnig komu Bjarnveig, Gunnar, Dagbjartur og Elísabet Lára yfir nokkra daga auk þess sem Birna Málmfríður og Álfrún komu í heimsókn. Loks komu Bryndís, Bárður og Steingerður í smá stopp.

Þarna eru leiktækin sem valda bara leiðindum og gráti. Þarna er Stefán orðinn dýrvitlaus á kappakstursbíl.

Við fórum í dýragarðinn í Slakka. Börnin höfðu lítið gaman af dýrunum, leiktækin og íspinnar voru meira spennandi.

Meðal annars var mjög gaman að fá ömmu og afa sem komu á húsbílnum frá Ísafirði til að sjá nýjasta barnabarnið sitt sem er það tólfta í röðinni.

Við fjölskyldan fórum í bústað að Minniborgum í Grímsnesi um miðjan júlí. Við áttum frábæra daga og fengum marga góða gesti.