Monday, November 17, 2008

Klipp og kitl

Það er við hæfi að fara í klippingu áður en Vetur konungur kemur til byggða. Þannig er öll fjölskyldan búin að fara í klippingu á síðustu dögum; mamman fór á stofu í vesturbænum, pabbinn á Akureyri, Fríða heima og Stefán á Háteigsveginum.

Það var hrekkjavaka á dögunum og við Fríða deildum eðlubúningi. Við vorum mjög hræðileg saman.

Fríða Katrín getur verið mjög stríðin og lætur hún ekki gott kitlfæri úr hendi sleppa.

Það var kominn tími á klippingu hjá Stefáni Bjarti. Hann sá vart lengur út úr lubbanum og kennararnir voru farnir að kvarta yfir að sjá illa framan í hann. Þessi mynd er tekin þegar hann var á leiðinni út í klippingu.

Megum við kynna "Nýja Stefán Bjart". Þessi mynd er tekin um leið og hann kom heim. Þetta er aldeilis nýr Stefán. Heitir ekki allt "nýi" þetta og "nýi" hitt í dag?!

Fríða litla var smástund að átta sig á nýja Stefáni en um leið og það kom, fór hún strax að kitla hann.