Wednesday, September 3, 2008

Sumarfríið á Ísafirði

Á síðasta degi Stefáns á leikskólanum Sólhlíð, mætti hann með tvær hljómsveitir með sér. Benni Hemm Hemm og Reykjavík! komu og spiluðu fyrir krakkana. Skólastjórinn komst svo að orði að flestir krakkar kæmu með köku eða ís á síðasta deginum en Stefán þurfti að gera þetta öðruvísi.

Eftir að Stefán hætti á skólanum lá leiðin strax vestur í paradísina. Þarna eru krakkarnir hjá afa Stebba að fagna nýustu frænkunni, henni Soffíu Rún. Hún var skírð í endaðan júlí.

Við fórum í frábæra heimsókn í Dufansdal til Árnýjar, Súna, Jóns Darra og Brynhildar Lailu. Þarna eru Fríða og Brynhildur í náttúruparadísinni við Hvestu, grunlausar um alla umræðu um olíuhreinsunarstöð.

Að sjálfsögðu fórum við á Valseyri og fengum að gista eina nótt. Þarna er hún amma Didda og Fríða að ræða málin.

Í endaðan ágúst byrjaði svo Stefán í Hlíðaskóla, þarna er hann á leiðinni í skólann fyrsta daginn.

Stefán getur stundum verið voða hugsi við matarborðið. Þá finnst honum rétti tíminn að ræða málin og slíkt, í stað þess að borða matinn sinn. Það er svo sem skiljanlegt á þessum tímum, allir á fleygiferð. En hann mætti taka systur sína til fyrirmyndar í matarást sinni.