Monday, August 6, 2007

Nýjar sumarmyndasyrpur

Nú eru loks komnar 3 nýjar myndasyrpur úr sumarfríinu og sú nýjasta frá skírn litlu stelpunnar okkar. Sem hafði gengið of lengi undir nafninu "No name stúlkan".
Takið eftir að nýjasta syrpan er í tímaröð niður þannig að nýjasta myndin er neðst í færslunni, allar hinar færslurnar á síðunni eru í öfugri röð. Þá er nýjasta mynd hverrar færslu efst.

Barnið skal heita Fríða Katrín

Laugardaginn 28. júlí féllu öll vötn til Dýrafjarðar því nú skyldi litla stúlkan vera skírð. Afi Haddi og amma Didda (ásamt frænkunum Maju og Kaju) eiga yndislegan bústað á Valseyri í Dýrafirði en á þeirri eyri hafa allskyns athafnir farið fram í gegnum tíðina, m.a. gengu menn þar í fóstbræðrarlag eitt sinn.

Magnús Erlingsson var fenginn til verksins (enda prestur). Hann var mjög ánægður með staðsetninguna og fannst sólstofan í Valhöll líkjast kapellu. Athöfnin var yndisleg, sungnir voru sálmar, Jóhanna móðursystir hélt á henni undir skírn, Elísa móðursystir las kafla úr Biblíunni en Elísa og Bryndís föðursystir eru guðmæður hennar nýskírðu. Loks tilkynnti Stefán Bjartur stóri bróðir hvað barnið skyldi heita; "..haa, Fríða Katrín?" Sagði hann í spurningartóni þegar pabbi hans hafði hvíslað honum nafnið.

Fríða Katrín heitir hún! Fríðunafnið fær hún frá ömmu pabba síns en hún hét María Sveinfríður (eins og Maja föðursystir) og var ávallt kölluð Fríða. Katrín er svo "út í loftið" eins og er sagt. Á myndinni er vinkona Stefáns hún Birna Júlía Sleggjudóttir.

Við vorum voða heppin því margir vinir og ættingjar voru stödd fyrir vestan þessa hásumarhelgi. Því var margt góðra gesta.

Gestir sátu bæði inni og úti enda veðurblíðan unaðsleg. Eins og hún er víst alltaf á Valseyri ef maður spyr afa Hadda..! Þarna má sjá ömmu Diddu og systkini hennar, þ.e. börn ömmu Fríðu, ásamt tengdafólki.

Veitingarnar voru ekki af verri endanum. Ekta sveitakaffi. Ömmurnar og afarnir sáu um að baka og smyrja og úr varð stórkostleg veisla.

Afi minn fór á honum Rauð eitthvað suður á... gæti Stefán hafa sungið en hann fékk smá rúnt með afa Hadda á Gamla Rauð.

Amma Didda bauð uppá konfekt með kaffinu þegar allir voru þegar útbelgdir af vöfflum og lagkökum. "Er sósa í þessum mola?" spurði Stefán. Honum finnst sósan ekki góð.

Sunday, August 5, 2007

Sældarlíf í sumarbústað

Eina leiðin til að róa mannskapinn er að kaupa ís á línuna. Þeir í Slakka vita alveg hvað þau eru að gera. Elísa, Palli, Jóhanna og Hrefna komu frá Ísafirði. Einnig komu Bjarnveig, Gunnar, Dagbjartur og Elísabet Lára yfir nokkra daga auk þess sem Birna Málmfríður og Álfrún komu í heimsókn. Loks komu Bryndís, Bárður og Steingerður í smá stopp.

Þarna eru leiktækin sem valda bara leiðindum og gráti. Þarna er Stefán orðinn dýrvitlaus á kappakstursbíl.

Við fórum í dýragarðinn í Slakka. Börnin höfðu lítið gaman af dýrunum, leiktækin og íspinnar voru meira spennandi.

Meðal annars var mjög gaman að fá ömmu og afa sem komu á húsbílnum frá Ísafirði til að sjá nýjasta barnabarnið sitt sem er það tólfta í röðinni.

Við fjölskyldan fórum í bústað að Minniborgum í Grímsnesi um miðjan júlí. Við áttum frábæra daga og fengum marga góða gesti.

Saturday, August 4, 2007

Á leiðinni í sumarfríið

Þarna erum við feðgar ýkt hressir, loks á leiðinni út á land í sumarfrí.

Þetta er stórkostlegt útilistaverk eftir Norðmanninn Ólaf Elíasson.


Þessi mynd gæti hafa verið tekin á tökustað á Lost seríunni. En vitið þið lesendur hvar við erum?


Þarna eru þeir Dagbjartur og Stefbjartur í virðulegi teboði í Laugardalnum. Þeir eru eins og gömul hjón.

Þarna er litla í fanginu hjá Sunnu Karen sem er vinkona Jóhönnu systur Bryndísar en Sunna er jafnframt systir Kiddýar.