Tuesday, July 22, 2008

Stefán á hjóli

Stefán fór út að hjóla með ömmu Steinu og það gekk svona vel að hann er alveg búin að ná þessu.

Næsta verkefni hjá henni er svo að kenna Fríðu að labba.


Friday, July 18, 2008

Á sjó

Strax morguninn eftir að við komum vestur dreif Jón Þór okkur út á sjó.


Það voru veiðistangir um borð og við Stefán fengum þennan stærðar þorsk sem varð að plokkfisk í Kjarrholtinu um kvöldið.

Veiðimaðurinn verður að gera að aflanum sjálfur.Stefáni leist ekkert á aðfarir móður sinnar þegar hún gerði að fiskinum.En hann gleymdi þessu öllu þegar hann fékk að stýra heim.