Monday, December 8, 2008

Börnin fríð og góð.

Fríða Katrín er ekki byrjuð að labba, hún kann það en hún er ekki á því að sýna það endilega. Það er þrjóska í telpunni. Hvaðan hún fær hana, vitum við ekki...ehhhmm.

Það þarf ekki mikið til að gleðja þessa ungu mær, ef hún er súr á svipinn má alltaf pota henni í stólinn sinn og færa henni eitthvað að maula. Þarna er hún með flatköku með kæfu og lárperubita...ummmmm.

Brostið hefur á með fyrirsætustælum hjá Fríðu. Stútur á munni, hallandi mjaðmir og brosað með augunum.

Þessi dáðadrengur kann líka sitthvað fyrir sér þegar myndavél er sveiflað í nálægð. Þarna má hinsvegar sjá litla tilgerð, aðeins stóíska ró.

Fríða er orðin eldklár, líkt og hún á kyn til og er hún þarna að svara til hvar hinir og þessir líkamshlutir eru. Þarna var hún spurð hvar "nebbinn" væri. Hvert er hún að benda...?

Börnin hittu jólasveina á sunnudaginn. Kertasníkir og Giljagaur tóku forskot á sæluna og kíktu til byggða. Stefán var voða upprifinn af því að hitta þá. Hann fékk líka fullan poka af ýmsu dóti og gotteríi. Engar kartöflur.

Fríða Katrín fékk líka fullan poka. Hún var spennt yfir mandarínunni og myndum af fisknum Nemo.

Jólaballið var haldið fyrir starfsfólk Pennans, á skrifstofunni í Glæsibæ. Eftir að hafa dansað, sungið, þegið pakkana frá jólasveinum og borðað kökur og kræsingar tók ég eina mynd. Allir saddir og sælir eftir góðan dag.