Saturday, October 17, 2009

Fríða og pakkinn!

Fríða var heppin í vikunni því að hún fékk sendingu frá ömmu Diddu. Pakkann sótti pabbi hennar og opnaði af eintómri forvitni í vinnunni. Það var til þess að allar konurnar í Pennanum ópuðu yfir sig af hrifningu innihalds pakkans.

Fríða fékk glæsilegan kjól, eyrnaskjól og legghlífar sem amma Didda hafði prjónað svo frábærlega.

Fríða var afskaplega glöð með þessi glæsilegu föt og vildi ekki fara úr þeim.

Fríða og Steingerður frænka hennar á Egilsstöðum töluðu saman í símann í dag og mátti heyra að þær voru báðar í skýjunum með fötin. Steingerður var nefnilega jafnheppin!

Fríða horfði á barnatímann í kjölfarið af mátuninni og gleymdi sér algerlega. Það varð til þess að hún var kófsveitt af hita eftir að hafa horft á Bangsímon.
Það var skemmtileg tilviljun að hún Fríða skuli hafa verið að máta þessi fínu föt frá ömmu sinni á afmælisdegi langömmu sinnar og nöfnu; ömmu Fríðu.

Tuesday, October 13, 2009

Endurkoma barnanna í Barmahlíð!

Fjölskyldan fór öll saman í haustlitaferð á dögunum upp í Borgarfjörð. Hér er Stefán að virða fyrir sér fallegu haustlitina og hryllilegt umhverfi við Hraunfossa.

Að Húsafelli býr listamaðurinn Páll Guðmundsson og hefur hann sett mark sitt á hverja steinvölu í nágrenninu. Frábær listaverk að mati okkar Stefáns.

Hér er hún Fríða litla lipurtá í græna gíraffagallanum.

Fríða Katrín er mjög samvizkusöm í heimalærdómnum. Þegar Stefán Bjartur er að læra þá mætir hún strax á svæðið og klárar sín dæmi líka.

Þegar búið er að læra heima þá er kósístund fyrir framan imbakassann. Töluvert stór prósenta af teiknimyndum í sjónvarpinu innihalda svín í aðalhlutverki...athyglisverð staðreynd?!

Stefán Bjartur er svakalegur gæi. Hann er sjö ára, ekkert barn lengur!

...en auðvitað ljúfur sem lamb. Oftast.

Þarna eru þær mæðgur að spjalla saman við borðstofuborðið.

Stefán á troðfulla körfu af búningum í herberginu og má alltaf búast við einhverjum nýjum karakterum í heimsókn á hverri stundu.

Hún er nú voða sæt og saklaus, hún Fríða. Greyið stelpan þarf nú að þola það að labba um í gömlum strákafötum af Stefáni. Myndirnar hér að ofan sýna þá glettilegu staðreynd. Þetta eru allt gömul föt af Stefáni.