Sunday, August 5, 2007

Sældarlíf í sumarbústað

Eina leiðin til að róa mannskapinn er að kaupa ís á línuna. Þeir í Slakka vita alveg hvað þau eru að gera. Elísa, Palli, Jóhanna og Hrefna komu frá Ísafirði. Einnig komu Bjarnveig, Gunnar, Dagbjartur og Elísabet Lára yfir nokkra daga auk þess sem Birna Málmfríður og Álfrún komu í heimsókn. Loks komu Bryndís, Bárður og Steingerður í smá stopp.

Þarna eru leiktækin sem valda bara leiðindum og gráti. Þarna er Stefán orðinn dýrvitlaus á kappakstursbíl.

Við fórum í dýragarðinn í Slakka. Börnin höfðu lítið gaman af dýrunum, leiktækin og íspinnar voru meira spennandi.

Meðal annars var mjög gaman að fá ömmu og afa sem komu á húsbílnum frá Ísafirði til að sjá nýjasta barnabarnið sitt sem er það tólfta í röðinni.

Við fjölskyldan fórum í bústað að Minniborgum í Grímsnesi um miðjan júlí. Við áttum frábæra daga og fengum marga góða gesti.

No comments: