Tuesday, September 4, 2007

Fríða og allir hinir gríslingarnir

Þarna eru vinkonurnar Elísabet Lára og Fríða Katrín að spjalla. Elísabet er dóttir Bjarnveigar og Gunna og hún er aðeins 12 klst. eldri en Fríða.

Fríða er rosa hress alltaf og brosmild.

Þarna eru svo systkinin, þau eru voða góðir vinir.

Stefán Bjartur er voða mikill rokkari, hvað sem það nú þýðir. Þarna er engu líkara en hann sé að spila rokk með hljómsveitinni Ramones en hann er líklegast að spila og syngja með Pollapönki. Það er aldeilis frábær músik.

Þarna er Fríða með Steingerði frænku sinni. Þær eiga eftir að bralla mikið saman í nánustu framtíð. Þessi prakkaralegu bros nást þarna á mynd í fyrsta sinn en án efa ekki í það síðasta.

Þarna eru þær frænkurnar Fríða og Baldvina búnar að stofna hljómsveit. Eins og þið sjáið hefur Fríða ákveðið að spila á gítarinn og Baldvina að syngja. Flottir hljómsveitarbúningarnir!

1 comment:

krakkatrio.blogspot.com said...

hey ekki bara búningarnir heldur er hair-dúið alveg milllion dollars !! þetta á eftir að verða mikið trend og allir vilja svona hár. svona eins og þegar allir litlu strákarnir komu á hárgr.stofur og báðu um Beckham greiðslu, þá koma stúlkur og biðja um svona Fríðu og Baldvinu hár ;o)