Monday, January 7, 2008

Jólin og áramót í Hnífsdal og á Ísafirði.

Þarna er verið að búa til jólakortið í ár. Bryndís prófaði hinu ýmsu fídusa á flottu myndavélinni og þarna er vélin stillt á jól...!

Við fórum að sjálfsögðu vestur um hátíðir og þarna erum við komin í Hnífsdal til Kaju og Smára á aðfangadagskvöld.

Pakkaflóðið var ægilegt og þarna fær Fríða hjálp frá afa sínum að opna nokkra þeirra.


Þarna er Stefán að rífa utan af stóra pakkanum frá foreldrum sínum, hann innihélt Playmobil sjóræningjaskip, eitthvað sem hann var búinn að dreyma um lengi. Þegar pakkastæðurnar í Hnífsdal lágu í valnum var gerð önnur atlaga inní Kjarrholti en þar beið annað eins.


Á gamlárskveldi borðuðum við í Kjarrholtinu og fórum við feðgar á brennuna á Hauganesi. Það var voða gaman, mikið af fólki og einnig var glæsileg flugeldasýning. Allt fór þetta fram í logni og blíðu en þegar líða tók á miðnætti fór að hvessa allhressilega.

Þegar við komum heim í Barmahlíðina hófust smíðar á sjóræningjadallinum. Það tók hátt á þriðja tíma að koma skipinu saman en ekki einn og hálfan líkt og stóð á kassanum.

4 comments:

krakkatrio.blogspot.com said...

ohhhh við alveg dauðöfunduðum ykkur að eiga færi á að komast "heim" um hátíðirnar EN við höfðum það engu að síður yndislegt heima ;o) hurru brósi þetta með sjóræningjadallinn, helduru bara að þú hafir ekki verið löngu komin úr playmo-æfingu sökum skorts á efniviði í svaka mörg ár ? hmmm ;o)

Anonymous said...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my site, it is about the CresceNet, I hope you enjoy. The address is http://www.provedorcrescenet.com . A hug.

Anonymous said...

Mátti til með að kvítta fyrir komu mína. Til hamingju með þessi fallegu börn. Kristján mér þótti vænt um að sjá gamlan bekkjabróðir í messu á aðfangadagskvöld í Hnífsdalskapellu.
Bestu kveðjur til ykkar úr dalnum. Ella

Anonymous said...

piff! dót til að setja saman, sem er reyndar allt dót, stundum nóg til að gera heimilisfeður klikkaða allavega þennan sem býr hér. vildi annars bara benda á að elgurinn og bróðir hennar eru komin á nýjan stað www.123.is/lufsan sjáumst þar