Sunday, February 8, 2009

Fjölskyldulífið í Hlíðunum.

Stefán Bjartur byrjaði að æfa knattspyrnu með Val síðasta haust en var fljótlega boðið uppá samning við Barcelona...nei, grín! Stefáni finnst gaman í fótbolta en var ekki að finna sig með Völsurum. Hann fékk því að fara í karate hjá Þórshamri núna í janúar og finnst það voða gaman. Set inn karate-myndir næst.

Fríðu finnst dótið hans Stefáns mjög spennandi en þarna er hún komin á hálan ís. Hún er komin með geislasverð Svarthöfða í hendurnar og laumast hér með það í burtu. Það kann ekki góðri lukku að stýra...

Við strákarnir að tjilla. Erum líklegast að horfa þarna á "skemmtilega" fjölskyldumynd á föstudagskveldi, líklegast um talandi hund eða krakka sem flytja í nýjan bæ.

Fríða biður oft og iðulega um "ballala". Sem er banani. Auðvitað fær þessi litla krútta allt sem hún biður um og þarna er hún að gæða sér á einum ballala...!

Eftir að Stefán hafði verið duglegur í skólanum fékk hann að launum bíóferð. Hann fór með mömmu sinni á myndina Bolt. Hún fjallar um talandi hund (..jebb) og var myndin í þrívídd. Þess vegna fengu mæðginin svona kúl gleraugu.

"...ertu að tala við mig?!" Fríða Katrín er mikill töffari og lætur engan vaða yfir sig.

Þarna hefur Svarthöfði endurheimt sverðið sitt og er mjög ógnandi. Svona leit hann Stefán út þegar ég labbaði með hann í skólann á fimmtudaginn síðasta. Þá var klappveisla hjá bekknum og allir áttu að mæta í búningum.

2 comments:

krakkatrio.blogspot.com said...

Almáttugur ! Börnin eru orðin fullorðin :o( getið þið ekki hægt aðeins á ykkur þarna ? Sakna ykkar allra alveg "gegt" mikið, verð að fara að sjá ykkur fljótlega. Er viss um að hún Fríða mín man ekkert eftir frænku sín :o( fer að vinna í þessu og skipuleggja kíkiferð ;o* kossar og knúúúús frá okkur á Egs

Linda Björk Pétursdóttir said...

Kvitt fyrir innlitið.
Mjög skemmtilegt myndablogg hjá ykkur krakkar :)
Ég skoðaði alveg eitt og hálft ár aftur í tímann.

rokk-kveðjur!