Saturday, October 17, 2009

Fríða og pakkinn!

Fríða var heppin í vikunni því að hún fékk sendingu frá ömmu Diddu. Pakkann sótti pabbi hennar og opnaði af eintómri forvitni í vinnunni. Það var til þess að allar konurnar í Pennanum ópuðu yfir sig af hrifningu innihalds pakkans.

Fríða fékk glæsilegan kjól, eyrnaskjól og legghlífar sem amma Didda hafði prjónað svo frábærlega.

Fríða var afskaplega glöð með þessi glæsilegu föt og vildi ekki fara úr þeim.

Fríða og Steingerður frænka hennar á Egilsstöðum töluðu saman í símann í dag og mátti heyra að þær voru báðar í skýjunum með fötin. Steingerður var nefnilega jafnheppin!

Fríða horfði á barnatímann í kjölfarið af mátuninni og gleymdi sér algerlega. Það varð til þess að hún var kófsveitt af hita eftir að hafa horft á Bangsímon.
Það var skemmtileg tilviljun að hún Fríða skuli hafa verið að máta þessi fínu föt frá ömmu sinni á afmælisdegi langömmu sinnar og nöfnu; ömmu Fríðu.

3 comments:

Anonymous said...

Bíddu hvað er langt síðan ég sá hana Fríðu, er ekki viss um að ég þekki hana á jólunum :O) kveðja frá Ísafirði Elísa

Anonymous said...

svísu krútt!!

Anonymous said...

ö... gleymdi að kvitta... Árný Rós...