Tuesday, October 2, 2007

Bros-syrpa

Það þarf ekki mikið til að fá Fríðu til að brosa þessa dagana. Eitt "hæ" eða smá klapp getur verið rosalega fyndið.

Þarna er Fríða að sörfa á netinu með pabba sínum. Merkilegt hvað krakkar nú til dags eru fljótir að læra á tæki og tól.

Stefán Bjartur bauð Fríðu systur sinni á tónleika inní herbergi hjá sér á dögunum. Hljómsveitin Reykjavík! var að spila í beinni útsendingu á Rás 2. Þau höfðu mjög gaman af.

Á kvöldin finnst Fríðu langbest að slaka á í sófanum og horfa á skemmtiefni í sjónvarpinu. Mér sýnist hún vera að horfa á Spaugstofuna.

2 comments:

krakkatrio.blogspot.com said...

ekkert smá fullorðinsleg að "chilla" í sófanum þessi sæta brosprinsessa, og stóri bróðir á fullu að sjá um tónlistarlegt uppeldi, og stendur sig vel! ;o)

Anonymous said...

Sammála seinastu ræðukonu, alveg hreint fyrirmyndar systkin. Kveðjur til ykkar.