Monday, October 22, 2007

Helgarferð með Vídó fjölskyldunni og fl.

Þarna eru þeir vinirnir Stefán Bjartur og Ómar Smári að skála í appelsínusafa eftir langan vinnudag. Þá er nú gott að geta slakað á aðeins í pottinum.

Fjölskylduvinirnir Siggi Vídó, Berglind, Ómar Smári og Ari buðu okkur í bústað á dögunum. Það var gjörsamlega yndislegt, svo yndislegt að við nenntum ekki heim fyrren á mánudaginn.

Við sumarbústaðahverfið þar sem við vorum var örlítið fell. Við klifum það og höfðum gaman að því, enda útsýnið yndislegt þegar uppá toppinn var komið. Þarna er vatn og um það snýst getraun dagsins, hvað heitir þetta vatn?

Þau eru sæt systkinin. Fríða og dýrið...nei, djók.

Fríða Katrín fékk Múmínsnáða þegar pabbi kom frá Finnlandi og Eistlandi. Þau eru rosa góð saman. Lengst til hægri er Bangsímon að lyfta bláum kodda.

2 comments:

krakkatrio.blogspot.com said...

skemmtilega veraldarvanir félagar þarna í pottinum (var verið að landa stórum samningi eða ..?) þessar rokkarauppstillingar hjá honum Stefáni"mínum" eru bara flottar. Fríða Katrín með sitt fallega bros sem er sko ekkert verið að spara múmín og pooh hafa sko ekki roð í krúttið hana Fríðu"mína" jú þeir eru nú líka flottir þarna feðgarnir Vídó á náttfötunum ;o)

Anonymous said...

Interesting to know.