Thursday, November 15, 2007

Krakkarnir í Hlíðunum

Þarna er Stefbjartur í essinu sínu. Þarna er hann með Latabæjarbuffið sitt um hálsinn og töffaralegu húfuna sína. Sú húfa kallast "húfuderhúfa".

Fjölskyldan fór vestur undir lok októbermánaðar. Það voru ansi ljúfir dagar. Þarna er Fríða með rassgat í bala í Kjarrholtinu.

..og hún Hrefna Dís stóra krúttfrænkan fylgdist með.

Vinir okkar Árný, Súni, Jón Darri og Brynhildur Laila buðu okkur í mat. Þarna eru vinkonurnar þær Fríða (fædd 31. maí) og Brynhildur (sem er fædd 22. júní) að spjalla saman.

Bárður Bjarki, sem er nýfluttur í Árbæinn, kom í heimsókn í Hlíðarnar. Hann er þarna með sérsaumaða Reykjavíkur! húfu sem Bryndís hannaði.

Þau eru nú voðalega góð saman systkinin. Fríðu finnst Stefán rosalega fyndinn...en hverjum finnst það svo sem ekki, hann með þennan ægilega lubba. Stefán var kominn með svo mikið hár að afi Haddi spurði af hverju hann væri eins og stelpa. Þá drifum við okkur með hann til Stjúra á Gel.

Nú sér hann loksins út og lítur út eins og herramaður. Stefán er reyndar ekki orðinn lögreglumaður þó hann sé þarna í búningnum, en hver veit?! Það er allavega mannekla í embættinu fyrir vestan.

Þessi mynd var tekin rétt í þessu en Fríða fékk rólu að láni frá Elísu og Palla. Þar er hún búin að skellihlæja síðasta hálftímann.

1 comment:

krakkatrio.blogspot.com said...

ohh þau eru svo óendanlega falleg og mikil krútt ;o* frétti að Stefbjartur gerði kröfur á að frænka kynni reglurnar í Barmahlíðinni, get ekki beðið eftir kennslustundinni það gengur að sjálfs. ekki upp að hún komi þarna og viti ekki neitt um þær. Elska ykkur ! knús frænka og co