Wednesday, February 13, 2008

Stefán og Fríða á flugi

Fríða Katrín er æði brosmild stúlka. Þessa dagana býður hún ekki bara uppá bros heldur fylgir þessa fína gretta með.

Þess á milli getur hún verið mjög virðuleg og alvarleg í bragði.

Á öskudagsmorgun var það ekki Stefán Bjartur sem kom út úr herbergi sínu heldur var það ofurhetjan Júlíus (þetta tengist víst teiknimyndinni Hin Ótrúlegu eða The Incredibles).

Ofurhetjan flaug á leikskólann í hinum glæsilega búningi sínum, með skikkju og öllu tilheyrandi, og svo aftur til baka, hann lék af als oddi allan daginn.

Allt var þetta voða gaman þar til kom að háttatímanum, þá þurfti að taka málninguna úr andlitinu. Við feðgar reyndum og reyndum en þar sem hvorugur okkar erum reyndir í meiköppi tókst það ekki vel. Drengurinn leit út eins og meðlimur í Addamsfjölskyldunni eða Ragnar Sólberg í hljómsveitinni Sign.

Að síðustu er hér mynd sem tekin var í dag. Þarna situr hún Fríða fremst á gólfinu heima hjá Bjarnveigu en þar voru þær mæðgur í smá mömmuklúbbi. Frá vinstri er Matthías Guðni sonur Elínar vinkonu Bryndísar, Halldór Hvannar sem er frændi Matthíasar, Einar Andrés hennar Kiddýar, Fríða og svo er hún Elísabet Lára hennar Bjarnveigar lengst til hægri.

1 comment:

krakkatrio.blogspot.com said...

Þessi tvö eru mínar uppáhalds ofurhetjur ! Júlíus á ferð og flugi og Fríða sæta með ofurbrosið sitt ;o) kossar og knús frá frænku og co