Tuesday, June 24, 2008

Sumarið er tíminn!

Fríða Katrín tók mikið stökk í kjölfar afmælis síns og hóf að taka enn hressilegar á matnum sínum, fór að taka fleiri tennur og að stíga meira í lappirnar. Hún er eiginlega orðinn hinn mesti mathákur, hún nær m.a.s. að tæma af disknum áður en maður nær að smella af!

Stefán Bjartur ákvað að kenna litlu systur sinni hvernig maður kubbar og hann bjó til Hallgrímskirkju. Væntanlega mynda þá kubbarnir sem eru hjá honum á teppinu Listasafn Einars Jónssonar við Freyjugötu. Hann er lunkinn strákurinn!

Stefán fékk hjól í byrjun sumars. Hjólið er rosa gæjalegt og stórt. Hann rétt nær niður og er að enn að æfa sig, það tekur tíma og dassa af þolinmæði. Hann veit ekki alveg hvað það er.

Þarna er hún Fríða sumarleg í vagninum, nýkomin af sumarhátíð Sólhlíðar (leikskóla Stefáns).


Þetta er hreinlega póstkort! Þarna er Stefán á þjóðhátíðardaginn að skoða forsetabílinn, gamla Packardinn sem kostaði meira en allir demantar Dorritar. Hann er glæsilegur. Stefán heimtaði að við keyptum svona bíl, enda hundleiður á þessum Golf station bíl sem fjölskyldan hefur látið sér duga síðustu ár. Þetta er spurning um "Bryndís á Bessastaði" eftir 4 ár?!

1 comment:

krakkatrio.blogspot.com said...

þið eruð langflottust, strákurinn og stelpan hennar frænku !!! Stefán tekur sig rosa vel út við fararskjótana 2 en frænka mælir með að ná tækninni á reiðhjólinu fyrst ;o) ég held samt að ég þurfi að fá Fríðu mína lánaða til að hressa uppá matarminnið hjá S.A eitthvað að klikka þar :o( EN Bryndís fær mitt atkvæði á Bessastaði !!!!