Wednesday, February 10, 2010

Brosandi í byrjun árs!

Hér eru þau systkinin að stilla sér upp með sparibrosið. Fallegi rauði liturinn á hári Fríðu endurkastast á hár Stefáns.

Arnór Elís kom í heimsókn eina helgina og gisti hjá Stefáni, þeir skemmtu sér mjög vel saman. Þarna eru þeir frændurnir að stilla sér upp líkt og á handboltaleik, þetta var í miðju "EM í handbolta" fári, og það er engu líkara en að Stefán sé að syngja þjóðsönginn. Arnór er í Haukabúning og Stefán í Valsbúningi. Enda mikil frændsemi á milli þessara liða!

Strákurinn með skeggið hann heitir Stebbi.

Fríða Katrín er orðin rosalega dugleg á koppnum og er hætt með bleiuna. Koppurinn er selur sem ávallt er kallaður "kisa".

Síðasta laugardag, 06. febrúar fórum við í hjólreiðatúr um Öskjuhlíð og Nauthólsvík. Það var algert sumarveður og æðislega gaman að hjóla.

Þarna erum við komin á ylströndina í Nauthólsvík. Þar var enginn nema við.

Fríða var æpandi kát með þetta allt saman. Hlaupa í sandinum, kasta steinum í sjóinn og allt hvaðeina.

Stefán er farinn að æfa handbolta með 6. flokki Vals. Handboltahetjan Ágústa Edda þjálfar. Þarna er Stefán u.þ.b. að fara að bíta í verðlaunapeninginn en hann keppti á móti í Kópavogi um helgina og það gekk mjög vel.

Greyið Fríða litla neyðist til að erfa fullt af strákafötum af Stefáni bróður sínum. Þarna er hún á leiðinni á leikskólann í kunnuglegri stellingu, einhvers staðar er til svipuð mynd af Stefáni...

Já, það er þessi frábæra mynd af drengnum á Valseyri. Æti hann sé ekki á svipuðum aldri og Fríða núna.

2 comments:

krakkatrio.blogspot.com said...

Æðislegar myndir af æðislegu fólki ! Nú er ég hrædd um að "stóra" frænka hennar Fríðu Katrínar verði að fara herða síg í bleyjumálunum :o/ Frænka er rosa stolt af dúllunum báðum handboltastráknum og koppastelpunni !!!! Stórt knús og endalausir kossar ;o*****

Anonymous said...

Flottar myndir :O) kveðja Elísa