Sunday, May 18, 2008

Vorið kom, og hlaupabólan og fjarstýrður bíll!

Blessuð börnin reyna sitt besta að sýna bros þegar einhver mundar myndavél. Þarna er Fríða að sýna viðleitni þrátt fyrir hlaupabólu og slappleika. Svo veifar hún líka til lesenda þessarar síðu!

Við fengum á dögunum heimsókn frá Barcelona, þau mæðgin Rita Svanhild (þ.e. Hildur) og Aaron Ingi komu heim til Íslands í nokkra daga. Þarna er hann Aaron að prófa hárskraut úr smiðju Bryndísar.

Þetta er ekki óalgeng sjón að sjá hana ,,frænku" með börnin í kringum sig. Þarna eru þau Stefán og Fríða í fanginu á Bryndísi og Steingerður vill vafalaust komast að líka. Þarna eru allir heima hjá Maju frænku.

Afi Haddi og amma Didda fóru til Danmerkur á dögunum. Áður en þau fóru hvíslaði Stefán því að afa sínum að hann mætti endilega athuga hvort hann sæi fjarstýrðan bíl fyrir sig. Ekki vissum við foreldrarnir af þessu en þegar amma og afi komu heim, kom þessi líka tröllvaxni kappakstursbíll upp úr töskunum. Það vantar ekki mikið uppá að Fríða komist undir stýrið.

Stefán stóri bróðir er mjög duglegur að passa uppá litlu systur. Þarna er hann að snýta henni Fríðu sinni.

Stefán var líka duglegur í eldhúsinu á dögunum, hann var aðstoðarkokkur þegar mamma hans töfraði fram dýrindis kjúklingabaunarétt. Hann var ekki alveg jafn duglegur þegar kom að því að borða matinn en hann klöngraðist í gegnum hann.

Þarna eru þau systkinin í sófanum að horfa á barnatímann. Bæði eru þau með þessa fínu hárlubba. Finnst ykkur þau lík?

3 comments:

Sigga said...

Kvittikvitt.
Mér finnst þau ekkert lík, Bryndís á greinilega Stefán og Kristján á Fríðu. Töff klippingin á Stefáni!

Anonymous said...

Jamm alltaf jafn flott.
Nú fer Fríða Katrín vonandi bráðum að verða stóra frænka :O)

Anonymous said...

Hæ hó! Já það eru oft flottir og stórir pakkar sem koma frá Danmörku! Jón Darri fékk til dæmis risa sjóræningjaskip... Stefán verður nú að koma og kíkja á það næst þegar hann kemur vestur! Bestu kveðjur til ykkar allra. Árný, Patrekur og börn :)