Tuesday, October 13, 2009

Endurkoma barnanna í Barmahlíð!

Fjölskyldan fór öll saman í haustlitaferð á dögunum upp í Borgarfjörð. Hér er Stefán að virða fyrir sér fallegu haustlitina og hryllilegt umhverfi við Hraunfossa.

Að Húsafelli býr listamaðurinn Páll Guðmundsson og hefur hann sett mark sitt á hverja steinvölu í nágrenninu. Frábær listaverk að mati okkar Stefáns.

Hér er hún Fríða litla lipurtá í græna gíraffagallanum.

Fríða Katrín er mjög samvizkusöm í heimalærdómnum. Þegar Stefán Bjartur er að læra þá mætir hún strax á svæðið og klárar sín dæmi líka.

Þegar búið er að læra heima þá er kósístund fyrir framan imbakassann. Töluvert stór prósenta af teiknimyndum í sjónvarpinu innihalda svín í aðalhlutverki...athyglisverð staðreynd?!

Stefán Bjartur er svakalegur gæi. Hann er sjö ára, ekkert barn lengur!

...en auðvitað ljúfur sem lamb. Oftast.

Þarna eru þær mæðgur að spjalla saman við borðstofuborðið.

Stefán á troðfulla körfu af búningum í herberginu og má alltaf búast við einhverjum nýjum karakterum í heimsókn á hverri stundu.

Hún er nú voða sæt og saklaus, hún Fríða. Greyið stelpan þarf nú að þola það að labba um í gömlum strákafötum af Stefáni. Myndirnar hér að ofan sýna þá glettilegu staðreynd. Þetta eru allt gömul föt af Stefáni.

2 comments:

Anonymous said...

Hún kann samt alveg að krydda með aukahlutum (accessoræza...), sbr. bleiku sokkana.
Efnileg!

Siggatiggatáfýla

Anonymous said...

Frænkan á ísafirði gat ekki látið þetta ganga og sendi stóra fulla ferðatösku :O)