Monday, December 8, 2008
Börnin fríð og góð.
Monday, November 17, 2008
Klipp og kitl
Það er við hæfi að fara í klippingu áður en Vetur konungur kemur til byggða. Þannig er öll fjölskyldan búin að fara í klippingu á síðustu dögum; mamman fór á stofu í vesturbænum, pabbinn á Akureyri, Fríða heima og Stefán á Háteigsveginum.
Það var hrekkjavaka á dögunum og við Fríða deildum eðlubúningi. Við vorum mjög hræðileg saman.
Fríða Katrín getur verið mjög stríðin og lætur hún ekki gott kitlfæri úr hendi sleppa.
Það var kominn tími á klippingu hjá Stefáni Bjarti. Hann sá vart lengur út úr lubbanum og kennararnir voru farnir að kvarta yfir að sjá illa framan í hann. Þessi mynd er tekin þegar hann var á leiðinni út í klippingu.
Megum við kynna "Nýja Stefán Bjart". Þessi mynd er tekin um leið og hann kom heim. Þetta er aldeilis nýr Stefán. Heitir ekki allt "nýi" þetta og "nýi" hitt í dag?!
Fríða litla var smástund að átta sig á nýja Stefáni en um leið og það kom, fór hún strax að kitla hann.Thursday, October 23, 2008
Haustið er komið og börnin glöð og hress!
Haustið er komið og börnin mætt í skólann. Stefán er voða ánægður í Hlíðaskóla og honum gengur voða vel. Á þessari mynd getur hann vart hamið hláturinn eftir að ég bað hann að vera alvarlegan á mynd. Takið eftir húðflúrinu!
Stefán er duglegur að læra og ekki er það ónýtt að hafa móður sína sem kennara. Stefán er byrjaður að lesa og er þarna að skreyta lestrarbókina sína.
Þau eru mjög miklir fjörkálfar og finnst voða gaman að leika sér í hjónarúminu.
Þarna er hún Fríða aðeins að róast í rúminu og brosir sínu blíðasta. Það er ekki laust við að hún líkist henni Kaju frænku sinni. Ekki leiðum að líkjast.Wednesday, September 3, 2008
Sumarfríið á Ísafirði
Á síðasta degi Stefáns á leikskólanum Sólhlíð, mætti hann með tvær hljómsveitir með sér. Benni Hemm Hemm og Reykjavík! komu og spiluðu fyrir krakkana. Skólastjórinn komst svo að orði að flestir krakkar kæmu með köku eða ís á síðasta deginum en Stefán þurfti að gera þetta öðruvísi.
Eftir að Stefán hætti á skólanum lá leiðin strax vestur í paradísina. Þarna eru krakkarnir hjá afa Stebba að fagna nýustu frænkunni, henni Soffíu Rún. Hún var skírð í endaðan júlí.
Við fórum í frábæra heimsókn í Dufansdal til Árnýjar, Súna, Jóns Darra og Brynhildar Lailu. Þarna eru Fríða og Brynhildur í náttúruparadísinni við Hvestu, grunlausar um alla umræðu um olíuhreinsunarstöð.Tuesday, July 22, 2008
Stefán á hjóli
Stefán fór út að hjóla með ömmu Steinu og það gekk svona vel að hann er alveg búin að ná þessu.
Næsta verkefni hjá henni er svo að kenna Fríðu að labba.
Friday, July 18, 2008
Tuesday, June 24, 2008
Sumarið er tíminn!
Fríða Katrín tók mikið stökk í kjölfar afmælis síns og hóf að taka enn hressilegar á matnum sínum, fór að taka fleiri tennur og að stíga meira í lappirnar. Hún er eiginlega orðinn hinn mesti mathákur, hún nær m.a.s. að tæma af disknum áður en maður nær að smella af!
Stefán Bjartur ákvað að kenna litlu systur sinni hvernig maður kubbar og hann bjó til Hallgrímskirkju. Væntanlega mynda þá kubbarnir sem eru hjá honum á teppinu Listasafn Einars Jónssonar við Freyjugötu. Hann er lunkinn strákurinn!Saturday, May 31, 2008
Stefán útskrifaðist af leikskólanum Sólhlíð í síðustu viku. Var haldin athöfn þar krakkarnir sungu nokkur lög, fengu hatt og viðurkenningu svo var veisla á eftir. Batterýin í myndavélinni kláruðust en sem betur fer var Frænka með fínu vélina sína og tók myndir sem koma seinna. Hér er verið að syngja lagið Efemía.
hér eru þau að syngja lagið eldurinn logar með tilheyrandi handahreyfingum.
Fríða hélt upp á 1. árs afmælið sitt og bauð nokkrum vinum í kaffi.

Hún var í vorða fínum kjól sem hún fékk lánaðan hjá Jöhönnu frænku sinni.
Þennan flotta smekk fékk hún frá frænkum sínum á Ísafirði þeim Hrefnu og nýfæddri Guðsteinu eða Jóhönnu Bryndísi (djók).

Eftir erfiðan dag, allan baksturinn og gestaganginn varð Fríða svo þreytt að hún sofnaði fram á göngugrindina.
Sunday, May 18, 2008
Vorið kom, og hlaupabólan og fjarstýrður bíll!
Blessuð börnin reyna sitt besta að sýna bros þegar einhver mundar myndavél. Þarna er Fríða að sýna viðleitni þrátt fyrir hlaupabólu og slappleika. Svo veifar hún líka til lesenda þessarar síðu!
Við fengum á dögunum heimsókn frá Barcelona, þau mæðgin Rita Svanhild (þ.e. Hildur) og Aaron Ingi komu heim til Íslands í nokkra daga. Þarna er hann Aaron að prófa hárskraut úr smiðju Bryndísar.
Þetta er ekki óalgeng sjón að sjá hana ,,frænku" með börnin í kringum sig. Þarna eru þau Stefán og Fríða í fanginu á Bryndísi og Steingerður vill vafalaust komast að líka. Þarna eru allir heima hjá Maju frænku.
Afi Haddi og amma Didda fóru til Danmerkur á dögunum. Áður en þau fóru hvíslaði Stefán því að afa sínum að hann mætti endilega athuga hvort hann sæi fjarstýrðan bíl fyrir sig. Ekki vissum við foreldrarnir af þessu en þegar amma og afi komu heim, kom þessi líka tröllvaxni kappakstursbíll upp úr töskunum. Það vantar ekki mikið uppá að Fríða komist undir stýrið.
Stefán stóri bróðir er mjög duglegur að passa uppá litlu systur. Þarna er hann að snýta henni Fríðu sinni.Monday, March 31, 2008
Alveg dýrðlegir páskar.
Fríða er þarna í himnasælu með Sæmundi í eldhúsinu hjá ömmu og afa í Kjarrholtinu. Hver var annars aftur sagan af matarkexinu og Sæmundi...?
Stefán með mömmu sinni á skíðasvæðinu í Tungudal á föstudaginn langa. Þau voru m.a. að fylgjast með pabba að spila með Dr.Gunna og félögum en þau skemmtu krökkunum á skíðasvæðinu með lögunum úr Abbababb.
Þarna er hljómsveitin komin á svið daginn eftir á Aldrei fór ég suður. Ég, Gunni, Heiða og Elvar mynduðum þarna hljómsveitina Unun og fengum við Óttarr Proppé í eitt lag. Stefán Bjartur stóð stjarfur af hrifningu út í sal.
Norðlendingurinn Sigrún María kom í heimsókn og eru þær Fríða þarna að ræða málin.
Fríða státar einu af hina vinsæla hárskrauti mömmu sinnar en Bryndís hefur búið til aragrúa af svaka flottu hárskrauti síðustu misseri og selt mikið af. Engin furða ef hún fær svona fyrirsætur...! (þið getið kommentað hér fyrir neðan ef þið viljið forvitnast um hárskrautin)
Subscribe to:
Comments (Atom)










