Sunday, June 24, 2007

Á ferð og flugi

Stefán Bjartur köngulóarmaður leggst í rekkju, í köngulóarmannsnáttfötunum sínum, undir köngulóarmannssængina sína og á köngulóarmannskoddann sinn.

Þarna sjáum við þær vinkonur Elísabetu Láru og ..... litlu. Elísabet kom í heiminn þann 30. maí en hin litla kom 31. maí. Elísabet er dóttir Bjarnveigar og Gunnars og þurfti hún að fara í blóðskipti þegar hún var nýkomin í heiminn og fór svo í ljós. Hún er hin hressasta í dag.

,,Á uppleið" gæti þessi mynd heitið. Þarna er engu líkara en að Stefbjartur sé í miklu fjallaklifri en við vorum í miðjum hjólatúr þegar við stoppuðum á leikskólanum við Bogahlíð.

Þarna er sú litla í partýi hjá Sunnu á Hjarðarhaganum en þar voru þær Bryndís, Bjarnveig og Elísabet, og Elín og sonur hennar Matthías Guðni. Elín er skólasystir Bryndísar og Sunnu úr Kennaraháskólanum. Á myndinni er Matthías í svaka stuði en sú stutta sefur vært í töffarastellingu.

No comments: