Thursday, June 28, 2007

Sjóræningjar og skemmtileg getraun.

Það er engu líkara að báðar þessar myndir að ofan séu af litlu stelpunni en svo er ekki. Önnur myndin er af Stefáni, hvor myndin er það haldið þið?

Þarna er það hinsvegar morgunljóst að þetta er Stefán. Hann þarf að fara í klippingu!

Stefán er mjög góður við litlu systur sína. Hann er svo góður að það þarf að fylgjast með því hvort hann fari nokkuð inn í svefnherbergi og nái í hana meðan hún er sofandi.

Á Sólhlíð, leikskólanum hans Stefáns var sjóræningjadagur í gær. Stefán var án efa einn sá svakalegasti enda á hann dressið heima hjá sér. Hann hefur mikinn áhuga á sjóræningjum, á mikið af sjóræningjaplaymoi.

Þurý afasystir kom í heimsókn.

Sú litla er afar róleg í ömmustólnum. Af hverju þessi stóll heitir "ömmustóll" veit ég ekki, hvoruga ömmuna hef ég séð í þessum stól.

5 comments:

kriss rokk said...

Ha, er eitthvað að kommentakerfinu?

krakkatrio.blogspot.com said...

hmmm bara að ath. hvort commenta-dæmið virki ekki örugglega. En ég ætla að skjóta á að hann Stefán minn sé þarna á efri myndinni :o/ það væri frekar neyðarlegt ef frænka myndi nú klikka á þessu EN það sýndi nú þá líka enn fremur hvað börnin eru lík ;o) kk. frænka og co.

Anonymous said...

Jæja, þetta virðist vera komið í lag.

kr

Anonymous said...

nú get ég skrifað hér. hjúff.. árný rós

kriss rokk said...

Þetta var rétt hjá frænku, Stefán er á efri myndinni.