Monday, June 11, 2007

Sumarhátíð, bíltúr og gönguferð.

Fyrsti göngutúrinn lagðist vel í stelpuna, hún svaf allan tímann.

Mæðgurnar ákváðu að taka þátt í sumarhátíð Stefáns á Sólhlíð.

Spiderman...? Nei, þetta er Stefán Bjartur í gervi Köngulóarmannsins.
Stefán er kominn á þann aldur að Bangsímon hefur þurft að láta í minni pokann
fyrir Spiderman. Í dag var sumarhátíð á leikskólanum. Bárður frændi kom með okkur í skrúðgöngu en fór svo og hitti vini sína. Ég náði því ekki að taka mynd af honum en hann var glæsilegur í gervi Jack Sparrow sjóræningja úr Pirates of the caribbean.

Í dag fengum við stærðarinnar sendingu frá samstarfsfólki mínu (þ.e. Kristjáns) hjá Pennanum. Í pakkanum var glæsilegur kistill með nokkrum glæsilegum munum, m.a. gjafabréf í barnadótabúð, púði, teppi, kerti og bangsi. Þvílíkt og annað eins!

Í morgun mætti til okkar hjúkrunarfræðingur frá Heilsugæslunni í Hlíðunum. Hún skoðaði stelpuna í bak og fyrir, vigtaði og mældi. Hún fékk skoðun. Stelpan var 4150 gr. þegar hún yfirgaf sjúkrahúsið en núna viku seinna er hún orðin 4600 gr. Þetta er greinilega engin undanrenna hjá henni Bryndísi.

Fyrsti sunnudagsbíltúrinn, allir fengu ís nema hún. Hún svaf allan tímann.

Þarna er hún á leiðinni út á rúntinn. Hún kom líka heim í þessum glæsilegu fötum en frænka hennar Þurý Símonar prjónaði þennan alklæðnað á hana og gaf henni. Þurý er náttúrulega ekkert annað en listamaður á heimsmælikvarða.


Eftir fyrstu vikuna heima ákváðum við að hressa okkur við og fara í bíltúr saman. Allir glöddust mjög við þessa hugmynd...sérstaklega þegar hugsanleg rjómaískaup voru nefnd (það sést kannski hver brosir mest á myndinni).

No comments: