Saturday, June 9, 2007

Fyrstu dagarnir

Hér eru nokkrar myndir af fyrstu dögunum hjá stóru fjölskyldunni. Allar myndirnar eru teknar á hina glænýju og fínu myndavél sem við keyptum í vikunni. Þess vegna ber að geta þess að ef þið smellið á myndirnar hér að neðan þá birtast þær mjög stórar. Við eigum aðeins eftir að stilla upplausnina.
Þarna er sú litla þreytt eftir fyrstu baðferðina sína.

Öll fjölskyldan hjálpaði til við fyrstu baðferðina.

Hún vissi varla hvað okkur gekk til með að dýfa henni oní vatnið.
Naflastrengsafgangurinn datt skömmu síðar af.

Stefán Bjartur er mjög duglegur að hjálpa til með litlu systur sína.

Frænkurnar Maja og Bryndís komu í heimsókn í gær. Þarna hlustar sú stutta
af mikilli einbeitingu á Maju.

Hún er alltaf geispandi. Bæði börnin hafa sama geispa og mamma þeirra.

Hún er eitthvað hissa þarna, kannski flassið frá myndavélinni.

Þetta er ein fyrsta myndin sem var tekin á nýja myndavélina.

3 comments:

Elísa said...

Rosa gaman að fá að sjá fleiri myndir! Hlökkum til að sjá ykkur á föstudaginn :O)
Kveðja Elíza og co.

Móðir, kona, meyja said...

Hún er ALVEG eins og stóri bróðir! innilega til hamingju með dótturina.

krakkatrio.blogspot.com said...

æji þið eruð svo falleg ! Frænka á eftir að vera fastagestur hér ;o) Steingerður var að fá þessa fínu rólu að láni hún sagði að Lilla frænka mætti sko alveg prófa þegar hún kemur í heimsókn, en Stefán stóri frændi er því miður orðinn of stór :o) kossar og knús úr næsta nágrenni ;o*

frænka og co