Thursday, June 14, 2007

Vinir í heimsókn og gönguferðir

Pabbinn með börnin sín í fanginu.

Á skiptiborðinu er oft mikill atgangur, þarna sér Stefán stóri bróðir um skemmtiatriðin.

Kiddý, Einar Andrés og Sunna kíktu í heimsókn í dag. Þarna eru Kiddý og Einar Andrés að skiptast á fæðingarsögum við Bryndísi.

Stefáni finnst það skipta miklu máli að vera "rokkari". Þegar honum er rétt leikskólaföt á morgnana neitar hann að klæðast þeim nema að fötin séu rokk og ról....hvað sem það nú þýðir. Þessi mynd mynda sóma sér vel í hvaða rokktónlistarblaði sem er þessa dagana.

Mér finnst rosalega gaman að labba í fína veðrinu með vagninn, og hún sefur rosalega vel á meðan. Það skal samt viðurkennast að mér þótti ég hálf plebbalegur í dag með vagninn í annari og kaffibollann í hinni.

Á þriðjudaginn komu Íris Ragnars og Baldvina Þurý í heimsókn. Þarna eru þær frænkur í góðu stuði...a.m.k. önnur þeirra. Fyndið að sjá hárlubbana á þeim, það eru engu líkara en að þetta séu einhverskonar hanakambar.

No comments: